Friðrik Dór
Tónlistarmaðurinn og hafnfirðingurinn Friðrik Dór breytti landslaginu í íslenskri tónlist senunni þegar hann kynnti til leiks lagið “Hlið við hlið” sem kom út í september 2009. Platan Allt sem þú átt fylgdi því eftir og kom út í október 2010. Með þeirri plötu festi Friðrik Dór sig rækilega í sessi sem einn af vinsælustu tónlistarmönnum Íslands, en að auki hins geysivinsæla lags “Hlið við hlið” voru á plötunni lögin “Hún er alveg með'etta”, “Til í allt (ásamt Ásgeiri og Steinda Jr.)”, “Leiðarlok” og “Fyrir hana”.
Síðan þá hefur Friðrik ekki setið auðum höndum og hefur hann gefið út tvær plötur. Plötuna “Vélrænn” sem kom út árið 2012 og einnig plötuna “Segir ekki neitt” sem kom út árið 2018, auk þess gaf Friðrik út tónleikaplötunnar “Í síðasta skipti: Friðrik Dór í Kaplakrika 06.10.18” sem tekin var upp á stórtónleikum Friðriks Dórs á hans heimavelli í Kaplakrika árið 2018 þar sem að hann ásamt fullskipaðri hljómsveit og góðum gestum spiluðu fyrir troðfullum Kaplakrika til að fagna þrítugsafmæli Frikka.
Þessar plötur hans innihalda einnig fjölda laga sem náðu toppi vinsældalista landsins og þá þar helst nefna lögin “Í síðasta skipti”, “Fröken Reykjavík”, “Dönsum (Eins Og Hálfvitar)”, “Skál Fyrir þér” og fleiri.
Friðrik hefur unnið til margra verðlauna á sínum glæsta ferli og má þar nefna m.a. Það að hann var valinn bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2021. Friðrik er ekki aðeins söngvís og hefur honum gjarnan brugðið fyrir á sjónvarpsskjáum landsmanna og í hinum ýmsu verkefnum fyrir fyrirtæki og góðgerðarsamtök eins og UN Women og fyrir Almannavarnir. Söngleikurinn “Hlið við hlið” var frumsýndur við mikin fögnuð árið 2021, en hann byggir á lögum og textum Friðriks, sama er ekki hægt að segja um mockumentary þáttaröðina “Hver drak Friðrik Dór?” sem kom út sama ár og sýnd var í sjónvarpi Símans.
Ásamt því að vera tónlistarmaður, söngvari, lagasmiður, sjónvarpsmaður, bókahöfundur er Friðrik jafnframt fjölskyldufaðir í Hafnarfirði.
Síðustu misseri hefur Friðrik ekki látið deigan síga og hefur hann verið á fullu við það að semja og taka upp nýtt efni. Nýjasta plata Friðrik Dórs, “DÆTUR”, verður hans fjórða á ferlinum og mun hún koma út þann 28. janúar 2022.
Fyrirspurnir um bókanir hjá Friðriki sendist á mani [hjá] paxal.is