Paxal
Paxal er umboðs og viðburðarskrifstofa sem hefur verið starfræk frá níunda áratugnum. Paxal veitir einstaklingum og fyrirtækjum aðstoð og ráðgjöf við að bóka sinn uppáhalds listamann á sinn viðburð.
Við hjá Paxal útvegum þér ekki aðeins besta tónlistarfólkið í bransanum að hverju sinni heldur getum við einnig veitt ráðgjöf og framleitt stóra sem smáa viðburði fyrir fyrirtæki og stofnanir.
Þeir sem skráðir eru á þessa síðu er ekki endilega starfsmenn Paxal eða tengdir Paxal á nokkurn hátt. Hún er gerð til þess að auðvelda tónleikahöldurum og öðrum sem starfa innan viðburðageirans að hafa samband við tónlistmenn eða fulltrúa þeirra og aðstoða tónlistarmenn eftir þörfum að hverju sinni.
-
Máni Pétursson
Er eigandi og stofnandi Paxal. Hann byrjar Paxal ævintýrið á níunda áratugnum þegar að hann tekur við sem umboðsmaður fyrir hljómsveitina Mínus. Sem umboðsmaður á þeim tíma er óhætt að segja að Máni hafi séð það allt, hann þekkir því bransann betur en flestir. Máni hefur verið að bóka listamenn, íþróttamenn og er einn þekktasti fjölmiðlamaður landsins ásamt því er hann einnig rithöfundur en hans fyrsta bók “Þú þarft ekki að vera svona mikill aumingi” kom út 2020 og sló í gegn.
-
Guðný Ljósbrá
Kynnist starfsemi Paxal þegar að hún vann fyrir Októberfest Stúdentaráðs árið 2018. Í kjölfarið kom hún inn í Paxal teymið með Mána og hefur verið hans hægri hönd síðan þá. Guðný hefur tekið að sér markaðssetningu á viðburðum og annað kynningarstarf fyrir fyrirtæki og listamenn. Guðný hefur unnið í viðburða bransanum og ferðamannabransanum samhliða meistaranámi í markaðsfræðum og kemur því inn með ferska sýn.
Hafa samband
Sért þú með fyrirspurn um tónlistarfólk, viðburðahald eða eitthvað annað ekki hika við að hafa samband við okkur í gegnum paxal [hjá] paxal.is