Jón Jónsson

Jón Jónsson

Jón Jónsson er hafnfirskur gleðigjafi, alla hans tíð hefur tónlistinn spilað stóran þátt í lífi hans. Jón var mikið í tónlist sem barn en hóf hans formlegi ferill í bransanum árið 2010 þegar að hann gaf út lagið sitt “Lately”. Síðan þá hefur hann gefið út þrjár breiðskífur og fjöldann allan af lögum. Jón hefur einnig ávallt verið sýnilegur í menningar og listastarfi þar sem honum bregður gjarnan fyrir í öðrum verkefnum utan tónlistarinnar, hvort sem það er á sviði, í sjónvarpi eða íþróttum þá er það alltaf þessi einstaka orka og persónutöfrar sem að Jón hefur sem munu ávallt skína í gegn. 

 

Jón Jónsson fæddist 30. október 1985 og er alinn upp í Hafnarfirði. Tónlist hefur alltaf verið hluti af honum en hann var við nám í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar í 12 ár, sigraði Hæfileikakeppni Hafnarfjarðar í tvígang með frumsömdum lögum og tók þátt í stórum söngleikja-uppfærslum Verzlunarskólans, hvaðan hann útskrifaðist vorið 2005. Það var svo á námsárum hans í Boston að hann fór virkilega að blómstra sem söngvari og lagahöfundur og framkomur á litlum tónleikastöðum í Boston og New York gáfu honum dýrmæta reynslu áður en hann gaf út sitt fyrsta lag hér á landi.

Frá því að Jón gaf út sitt fyrsta lag, lagið Lately, í febrúar 2010 hefur hann gefið út fjöldann allan af lögum sem fengið hafa góðan hljómgrunn í útvarpi, á streymisveitum, á tónleikum og viðburðum og í stofum landsmanna. Má þar nefna lög á borð við When You're Around, Sooner or Later, Sunny Day in June, All You I, Ljúft að vera til, Gefðu allt sem þú átt, Þegar ég sá þig fyrst, Á sama tíma á sama stað, Með þér, Dýrka mest, Ef ástin er hrein og Fyrirfram. Þá hefur Jón hefur gefið út plöturnar Wait for Fate, Heim og Lengi lifum við en sú fyrsta varð Gullplata.

Á ferli sínum hefur Jón alltaf verið viðloðinn önnur verkefni en tónlist. Árin 2012, 2015 og 2016 var Jón í Íslandsmeistaraliði FH í knattspyrnu og árið 2019 varð hann í fimmta sæti í Íslandsmótinu í maraþonhlaupi. Jón kemur oft og tíðum fyrir á sjónvarpsskjám landsmanna, ýmist sem tónlistarmaður, viðmælandi, þátttakandi eða þáttastjórnandi. Árin 2014 og 2015 var Jón í dómnefnd í Ísland Got Talent og á árunum 2017 og 2018 stýrði hann Fjörskyldunni á RÚV. Í gegnum tíðina hefur Jón einnig lagt sig fram við að vera góð fyrirmynd og hefur haldið fjölda fyrirlestra um fjármálalæsi ungmenna og heilbrigðan lífsstíl. Þá hefur hann talað inn á margar teiknimyndir og má þar nefna The Lorax, Aulinn ég 2, Rio 2, The Minions og The Grinch. Fyrst og síðast er Jón Jónsson fjölskyldumaður en hann og eiginkona hans eiga 3 börn.


Fyrirspurnir um bókanir hjá Jóni sendist á mani [hjá] paxal.is