Skoffín
Skoffín fær innblástur sinn frá íslensku síðpönki, indí og popptónlist. Tónlist fjórmenninganna dansar oft á línunni á milli háværs pönktónlistar og hrífandi laglínum. Mikil áhersla er lagt á íslenska texta sem oft eru fullir af kvíðvænlegum játningum. Textarnir eru stundum súrir og stundum grínlegir, en lög Skoffíns munu alltaf vekja athygli hlustenda.
Síðasta útgáfa þeirra, Skoffín hentar íslenskum aðstæðum, var gefin út af listasamlaginu post-dreifingu. Platan hlaut Kraumsverðlaunin árið 2020, ásamt því að vera tilnefnd sem besta platan í flokki rokktónlistar á Íslensku Tónlistarverðlanunum. Platan hlaut einnig fjöldan allan af öðrum tilnefningum. Árið 2021 mætti Skoffín á stafræna hátíð Eurosonic, þar sem meðlimirnir spiluðu í fyrsta sinn fyrir erlendan markað.
“Skoffín [er] uppfullt af óvæntum sveigjum og beygjum sem halda eyrunum sperrtum út í gegn.” Arnar Eggert Thoroddsen, RÚV
“[Skoffín hentar íslenskum aðstæðum] er bæði orkumikil og tómhyggin, leikræn og kvíðin.” Poppy Askham, Reykjavík Grapevine.
Fyrirspurnir um bókanir hjá Skoffín sendist á gudny [hjá] paxal.